Lamb Inn hlýtur upprunaviðurkenningu Landssambands sauðfjárbænda

Lamb Inn á Öngulsstöðum fékk fyrir jólin sérstaka upprunaviðurkenningu Landssambands sauðfjárbænda. Um er að ræða nýtt markaðsátak sauðfjárbænda þar sem tilgangurinn er að ná til erlendra ferðamanna og sýna þeim hversu afurðir íslensku kindarinnar séu framúrskarandi hreinar og góðar. 

Vetraropnunarátak ferðaþjónustunnar í Eyjafjarðarsveit

Félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar samþykktu á dögunum að efna til opnunarátaks í vetur til að efla vetrarferðaþjónustu og gefa ferðamönnum færi á að sækja sveitina heim. 

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2016

Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2016 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 14. desember sl. Gert er ráð fyrir 35 milljóna króna rekstrarhagnaði og veltufé frá rekstri 73 milljónir. 

Handverk og landbúnaður á glæsilegri sýningu við Hrafnagil

Handverkshátíðin við Hrafnagilsskóla verður haldinn í 24. sinn dagana 4. – 7. ágúst næstkomandi. Á sama tíma fer fram Landbúnaðarsýning þar sem söluaðilar og bændur munu taka höndum saman um að kynna helstu nýjungar í íslenskum landbúnaði.

Opið hús og upplestur úr nýjum bókum á Silvu

Miðvikudaginn 9. desember verður opið hús á Silvu Syðra- Laugalandi efra frá kl. 20.00 - 22.00.