Hver erum við?

Karl Jónsson
Eigandi og framkvæmdastjóri
Diplóma í verkefnastjórnun frá NTV 2020
Karl er giftur Guðnýju Jóhannesdóttur grunnskólakennara við Hrafnagilsskóla. Þau eiga samtals 5 börn; Rebekku Rán f. 96, Árdísi Evu f. 97, Hauk Sindra f. 99, Skírni Má f. 01 og Þórhall Jón f. 13.
Karl hefur mikla og víðtæka starfsreynslu úr atvinnulífinu. Á unglingsárum starfaði hann mest í fiskvinnslu og öðrum verkamannastörfum. Hann fékkst auk þess við blaðamennsku, verslunarstörf, skrifstofustörf og fleira tilfallandi.
Starfsferillinn í ferðaþjónustunni hófst á Hótel Stykkishólmi 1994 þar sem Karl starfaði við allt mögulegt, allt frá næturvörslu og þrifum til þjónustustarfa og gestamóttöku. Á Hótel Stykkishólmi starfaði hann til 1997 og svo aftur árið 2002 þegar hann var móttökustjóri í eitt ár.
Karl þjálfaði körfuknattleik frá 16 ára aldri, eða frá 1984 til 2014 eða í 30 ár. Á þeim tíma setti hann saman mörg heilsteypt lið úr ólíkum einstaklingum bæði í barna- og unglingaflokkum sem og í meistaraflokkum í efstu deildum. Þá var hann einnig þjálfari yngri landsliða Íslands og A-landsliðs kvenna um tíma.
Í störfum sínum á Innkaupadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur (97-99) og sem Innkaupastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Ísafirði (04-06) sá Karl um innleiðingu á nýjum tölvukerfum og verklagi við innkaup og afgreiðslu af lager.
Karl var fyrsti framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga 2003-2004 og tók þátt í mótun starfsemi sambandsins sem m.a. hélt unglingalandsmót UMFÍ 2003.
2006 - 2008 starfaði Karl sem verkefnastjóri hjá Gagnaveitu Skagafjarðar sem stofnuð var til að leggja ljósleiðara inn á öll heimili á Sauðárkróki og víðar. Þegar hrunið kom var sú starfsemi lögð niður. Þá réð Karl sig til starfa hjá Sparisjóði Skagafjarðar sem vátryggingafulltrúi en sparisjóðurinn var með tryggingaumboð Sjóvá í Skagafirði á þeim tíma. 2009 tók Karl svo sjálfur við umboðinu og stýrði því í gegn um fyrirtæki þeirra hjóna Markvert ehf ásamt því sem þau vorum með viðburðaþjónustu og almannatengsl. Meðal verkefna þar var Húnavaka á Blönduósi og Sveitasæla í Skagafirði.
Árið 2013 flutti fjölskyldan búferlum til Öngulsstaða í Eyjafjarðarsveit, á ættaróðal Guðnýjar, þar sem Karl tók við starfi framkvæmdastjóra Lamb Inn, starfi sem hann gengdi allt þangað til í desember 2019 þegar honum var sagt upp vegna samdráttar í ferðaþjónustunni.
Félagsmálin hafa alltaf skipað stóran sess í lífi Karls. Hann hefur stýrt unglingaráðum körfuknattleiksfélaga og setið í stjórnum þar. Hann sat í afreksnefnd Körfuknattleikssambands Íslands auk fræðslunefndar og sat í vinnuhópi KKÍ um barna- og unglingastarf. Karl sat í stjórn Markaðsstofu Norðurlands í tvö ár og í stjórn Félags ferðaþjónustubænda og var formaður í endurreistu Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar frá 2014 - 2018. Í dag er hann vara-sveitarstjórnarfulltrúi í Eyjafjarðarsveit ásamt því að gegna formennsku í landbúnaðar- og atvinnumálanefnd og á sæti í lýðheilsunefnd sveitarfélagsins.
Karl hefur unnið ötullega að stofnun Matarstígs Helga magra sem stofnaður var formlega 3. mars 2020 og mun Markvert ehf sjá um verkefnastjórn í því verkefni.
Í störfum sínum hefur Karl öðlast mikla reynslu úr atvinnuífinu, hann hefur stundað nám í ferðamálafræði í Háskólanum á Hólum, sótt námskeið á háskólastigi í verkefnastjórnun og gæðastjórnun og setið fjölmörg markaðsnámskeið á vegum ferðaþjónustunnar.
Sími: 691 6633