Námskeið fyrir einyrkja í ferðaþjónustu

Námskeiðið er 4-5 klst. langt með hléum og veitingum. Farið verður í öll helstu verkefni einyrkja sem eru fjölmörg og mistímafrek. Eftir námskeiðið eiga þátttakendur að hafa fengið í hendurnar verkfæri til að einfalda lífið í rekstrinum, forgangsraða verkefnum og skipuleggja tíma sinn betur. Með sérstakri áherslu á heilsu og vellíðan í starfi.

Innifalið eru öll námskeiðsgögn og veitingar. Einnig aðgangur að ítarefni á vefsíðu Markvert, www.markvert.is og sérstakri Facebook-síðu námskeiðanna.

Fullt verð er kr. 15.000 á mann, en fyrir landshlutasamtök ferðaþjónustuaðila eða einstaka ferðamálafélög er verðið 12.000 á mann.

 

Efnistök námskeiðsins eru:

 • Gæðamál.

  • Gerð verklagsreglna

  • Gerð öryggisáætlana

  • Vakinn

 • Markaðsmál.

  • Facebook og Instagram

  • Lókal markhópur og miðlar

 • Starfsmannamál.

  • Ráðningarsamningar

  • Kaup og kjör

  • Þjálfun

  • Vaktaskipulag

 • Tímastjórnun.

  • Raða daglegum verkefnum niður

  • Taka frá tíma fyrir sjálfan sig

  • Áætlanagerð til viku, mánaðar og árs

  • Pomodoro tímastjórnunarkerfið

 • Innkaup.

  • Rafræn innkaup

  • Klasainnkaup

  • Flutningskostnaður

 • Vöruþróun.

  • Hvernig taka á næsta skref með söluvöruna

  • Hvernig á að koma henni á framfæri

 • Fjármálastjórn.

  • Rafræn bankaviðskipti

  • Tekjuskráning

  • Bókhaldsskráning

  • Launabókhald

 • Tæknimál.

  • Bókunarkerfi

  • Bókhaldskerfi

 • Heilsufar og heilsuvernd.

 • Samskipti og hlutverk stofnana

  • Markaðsstofa Norðurlands

  • Ferðamálastofa

  • Nýsköpunarmiðstöð

  • Atvinnuþróunarfélög og sveitarfélagasamtök

 • Sjóðir og styrkjamöguleikar

Markvert ehf

Öngulsstöðum V

605 Eyjafjarðarsveit

640112-0420

Skráðu þig á póstlista

© 2023 by Coach.Corp. Proudly created with Wix.com