Search
  • Karl Jónsson

5 ástæður fyrir tímaskorti einyrkja í ferðaþjónustu

1. Enginn dagur er í raun eins, skipulagið getur farið út um gluggann á augabragði.

2. Það eru of margir eldar að slökkva.

3. Orkan er takmörkuð.

4. Það vantar fleiri tíma í sólarhringinn.

5. Skortur á undirbúningi og skipulagi.

Hvað er til ráða?


Það er tvennt sem þarf að taka verulega fast á í rekstri einyrkja. Um leið og það hefur verið gert, verða dagleg verkefni mun aðgengilegri og fljótlegar unnin:

· Undirbúningur

· Tímastjórnun

Með þessa tvo þætti í huga er hægt að koma í veg fyrir sóun á tíma stjórnenda og þar með láta allt renna eins ljúflega og mögulegt er í þessum rekstri. Það er mikilvægt að hafa beinagrind að áætlun um það hvernig forgangsröðun verkefna á að líta út. Það geta alltaf komið upp tilvik þar sem þarf að stökkva til og bjarga málunum, en þeim er hægt að fækka stórlega með því að undirbúa sig betur.


Í tímastjórnun er gríðarlega mikilvægt að nýta tímann eins vel og hægt er. Það má kannski finna 2-3 tíma yfir daginn sem eru rólegri en aðrir og þá er hægt að koma þessum verkefnum fyrir með ákveðnum aðferðum. Það verður að taka frá tíma fyrir sjálfan sig, til hvíldar og hreyfingar, góður svefn er lykilatriði og þeir sem telja sjálfum sér trú um að þeir þurfi ekki að sofa mikið fá það oft illa í bakið á sér síðar, jafnvel í orðsins fyllstu merkingu. Að lokum snýst þetta ekki um fleiri tíma í sólarhringinn, heldur betri tímastjórnun þess tíma sem venjulegur sólarhringur býður upp á.


Við brjótum verkefnin niður í ársáætlun, mánaðaráætlun, vikuáætlun og svo dagleg verkefni.


Markvert ehf sérhæfir sig í aðstoð við einyrkja í ferðaþjónustu.

2 views0 comments

Recent Posts

See All

Markvert ehf

Öngulsstöðum V

605 Eyjafjarðarsveit

640112-0420

Skráðu þig á póstlista

© 2023 by Coach.Corp. Proudly created with Wix.com