Search
  • Karl Jónsson

Er tölvupósturinn flagð undir fögru?

Tölvupósturinn er alveg magnað tæki til samskipta við aðra. Rannsóknir hafa sýnt að það er hægt að spara umtalsverðan tíma með því að senda frekar erindi með tölvupósti heldur en að taka upp símann og hringja. Hægt er að vinna með tölvupóstinn fram og til baka og gera ýmsa hluti sem spara tíma og minnka álagið.


McKinsey stofnunin gerði rannsókn á tölvupóstnotkun 2012 og þar kom fram að allt að 25% af tíma starfsmanna í úrtakinu fór í umsýslu tölvupósts. Það er því ljóst að með því að hugsa vel um innboxið og nýta kosti tölvupóstsins er hægt að spara heilmikinn tíma. Margir eru með póstforrit í símanum sínum og geta gripið í þau hvar sem er og hvenær sem er. Fyrir þá sem eru mikið á ferðinni er það ágætis hugmynd en þetta ber að varast ef það veldur álagi.


Mikilvægt er fyrir einyrkja að marka sér ákveðinn tíma daglega fyrir lestur og umsjón tölvupósta. Best er að þessi tími sé alltaf sama tíma dags. Hægt er að setja sjálfvirk svör á allan innkominn tölvupóst sem segir að þú skoðir póstinn þinn á ákveðnum tíma daglega og verðir í sambandi síðar. Sendandinn veit þá nákvæmlega við hverju er að búast.


En hægt er að gera ýmisleg strax við lestur tölvupósta:

1. Áframsenda - á annan aðila sem þarf að fjalla um innihaldið eða að erindið eigi beint við hann.

2. Svara - þar sem svarið liggur fyrir er engin ástæða til að bíða með að svara.

3. Henda - nokkuð sem er afar vanmetið í umsjón tölvupósts. Þetta getur verið markaðspóstur, spam-póstur eða annar óumbeðinn póstur. Það er mjög auðvelt að lenda á póstlista þegar vörur eru keyptar á netinu en það er líka jafn auðvelt að opna póstinn frá viðkomandi og skrá sig af listanum. Það borgar sig að gefa sér smá tíma í það til að losna við þessa pósta í framtíðinni.

4. Svara síðar - sumir póstar kalla ekki á svar strax og því getur verið gott að setja áminningu á þesslags pósta um að svara síðar.

5. Geyma - hægt er að búa til möppu undir innhólfinu sem heitir bara safn eða geymsla og þangað má setja pósta sem þú heldur að mögulega þurfi að grípa í síðar, en kallar ekki á að svara.


Markvert ehf sérhæfir sig í þjónustu við einyrkja og aðstoðar við að koma upp tímastjórnunarkerfi sniðið að þörfum þeirra.7 views0 comments

Markvert ehf

Öngulsstöðum V

605 Eyjafjarðarsveit

640112-0420

Skráðu þig á póstlista

© 2023 by Coach.Corp. Proudly created with Wix.com