Search
  • Karl Jónsson

Heilsa og velferð einyrkja

Í starfsumhverfi einyrkja, sér í lagi í ferðaþjónustu er auðvelt að falla í þá gryfju að hætta að hugsa um sjálfan sig og eigin heilsu. Við hreykjum okkur gjarnan af því að vinna mikið, taka langar vaktir og jafnvel sofa lítið.


Það má öllum vera ljóst að þessi staða er algjörlega óásættanleg og óholl fyrir líkama og sál. Ef við hugsum ekki um eigin heilsu og velferð, fáum við það ekki bara í andlitið af fullum krafti síðar, heldur náum við ekki að reka fyrirtæki okkar eins vel og við getum.


Verkefni einyrkja eru gríðarlega fjölbreytt og geta komið upp án fyrirvara. Þess vegna þarf stöðugt að vera á tánum og bregðast við óvæntum aðstæðum. En þarf þetta að vera svona? Já að sumu leyti því það er óhugsandi að hægt sé að sjá allar aðstæður fyrir sem upp kunna að koma. En með betra skipulagi og áætlanagerð er hægt að minnka álagið mikið. Þar leika atriði eins og svefn, næring og hreyfing lykilmáli (SNH), því við verðum ekki betri rekstraraðilar en þessir þrír þættir segja til um. Við getum jafnvel verið með allskonar gráður og mikla reynslu, en til þess að við náum að nýta það til fullnustu, verða þessir grunnþættir að vera í lagi.


Um 80% íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hafa 10 starfsmenn eða færri. Þetta eru dæmigerð einyrkjafyrirtæki þar sem eigandinn/stjórnandinn ræður starfsfólk til að sjá um dagleg þrif, þjónustu í sal, gestamóttöku og slíkt. En allt annað er á herðum stjórnandans. Ef þið haldið að hægt sé að sigla í gegn um öll þau verkefni á þess að hafa SNH í forgrunni eru þið á villigötum.


Markvert ehf sérhæfir sig í aðstoð við einyrkja og aðstoðar þá við að leggja grunn að góðum rekstri.
4 views0 comments

Markvert ehf

Öngulsstöðum V

605 Eyjafjarðarsveit

640112-0420

Skráðu þig á póstlista

© 2023 by Coach.Corp. Proudly created with Wix.com