Þjónusta

Þjónusta Markvert ehf byggir á mjög víðtækri reynslu beint úr atvinnulífinu. 

Verkefnastjórnun

Reynsla okkar nýtist vel í stjórnun á ýmsum verkefnum fyrir ferðaþjónustuna m.a. matartengdum verkefnum. Einnig tökum við að okkur verkefnastjórnun annarra smærri verkefna utan ferðaþjón-ustunnar.

Við höfum mikla reynslu af því að leiða fólk saman í uppbyggingu verkefna og nýta styrkleika hvers og eins til hins ítrasta. Við höfum reynslu í innleiðingu á tölvukerfum og verkferlum og þar skiptir ekki síst máli að byggja upp sterka liðsheild að baki innleiðingunni svo allir gangi í takti. 30 ára starfsreynsla í körfuknattleiksþjálfun barna, ungmenna og fullorðinna á öllum gæðastigum nýtist vel við slík innleiðingar-verkefni. 

Við erum skipulögð og afkastamikil þegar kemur að verkefnastjórnun og störfum á mannlegum nótum þar sem persónuleg samskipti skipta miklu máli. 

 

 

 

 

 

 

Vefsíðugerð

Við búum til vefsíður í WIX-vefumsjónarkerfinu. Það er mun ódýrara en gerist og gengur þó ekkert sé slegið af kröfunum. 

Meðal vefsíðna sem við höfum gert eru þessar:

Upplýsingasíða Matarstígs Helga magra www.matarstigur.is,

Vefsíða Lamb Inn á Öngulsstöðum www.lambinn.is.

Einnig er vefsíða Markvert hönnuð í kerfinu. 

Hafið samband ef þið hafið áhuga á að skoða verð og þarfir vefsíðu, það kemur ykkur á óvart hvað hægt er að gera.

Viðburðastjórnun

Við höfum haldið um taumana á allskonar viðburðum eins og bæjarhátíðum, landbúnaðarhátíðum, handverkshátíðum, íþróttamótum og íþróttatengdum viðburðum auk funda og ráðstefna.

 

Við höfum aðgang að fullkominni funda- og ráðstefnuaðstöðu og getum haldið utan um skipulag ráðstefna frá a-ö með gistingu, afþreyingu og öllu því sem nauðsynlegt er.

 

Við getum sett upp sérstaka fyrirtækjavið-burði þar sem þarf að ná til viðskiptavina, kynna nýjar vörur eða sýna samfélagslega ábyrgð í verki. 

Fyrir utan þetta tökum við að okkur  skipulagningu hefðbundinna viðburða eins og árshátíða, óvissuferða, afmæla og slíkt.

Fyrirlestrar

Reynsla okkar af vinnu með ólíka hópa; íþróttahópa og starfsmannahópa nýtist vel ef þjappa þarf starfsfólki saman og blása því eld og orku í brjóst. Ekki síst á erfiðum tímum þar sem þörf er bæði á skuldbind-ingu og nýrri hugsun. Helstu fyrirlestrar okkar eru:

1. Gæðamál án gæðastjóra.

2. Sterk liðsheild.

3. Gaman í vinnunni.

4. Samskipti ferðaþjónustu og sveitarfélaga.

Að auki getum við sett saman fyrirlestra um og fjallað um margvísleg viðfangsefni eftir pöntunum. 

Nýr fyrirlestur

Samskipti ferðaþjónustu og sveitarfélaga. 

Hvernig þurfa þessi samskipti að vera?

Hvað geta sveitarfélögin gert til að styðja við ferðaþjónustuna?

Hvernig þarf ferðaþjónustan að forma sín mál gagnvart sveitarfélögunum? 

Ráðgjöf og námskeið

Við sérhæfum okkur í ráðgjöf til einyrkja í ferðaþjónustu sem þurfa stuðning við að skipuleggja þau fjölmörgu störf sem þarf að sinna. Reynsla okkar sýnir að einyrkjar þurfa að hafa lágmarkskunnáttu á mörgum sviðum eins og í markaðsmálum, gæðamálum, vöruþróun, starfsmanna-málum, áætlanagerð, tímastjórnun, innkaupum og fleira. Í upphafi bjóðum við upp á fría greiningu á þörfum lítilla fyrirtækja í þeim málum sem við leggjum áherslu á í rekstri einyrkja. 

Okkar aðferðir byggja á því að gera einyrkja hæfa til að sinna þessum fjölmörgu daglegu verkefnum, nýta tíma sinn betur ekki síst til að sinna sjálfum sér og eigin heilsu. Við höfum sett saman 4 - 5 klst námskeið þar sem farið er í helstu verkefni einyrkja í ferðaþjónustu og hagnýt verkefni gerð. 

Nánar um námskeiðið síðar.

Námskeið sótt 2020

Stafræn fræðsla og markaðssetning apríl og maí 2020

Gerð öryggysáætlana fyrir gististaði maí 2020

 

Markvert ehf

Öngulsstöðum V

605 Eyjafjarðarsveit

640112-0420

Skráðu þig á póstlista

© 2023 by Coach.Corp. Proudly created with Wix.com